Framkvæmdir

Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri eru komin upp. Í miðju hringsins er 10 m. há súla sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Heimskautsgerðið.Súlan hvílir á fjórum stöplum en bilin á milli stöplanna vísa að hliðunum fjórum, Norðra, Austra, Suðra og Vestra. Fyrir vikið mun miðnætursólin birtast í gegnum bilið sem snýr að norðurhliðinu. Hana má nota sem áttavita.  Hliðin á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegnum miðsúlu og austurhlið. Hleðslan flýtur í geislum miðnætursólarinnar við sólris og sólsetur á öðrum tímum ársins. Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.

Fjóra skúlptúrar munu prýða Heimskautsgerðið, hver með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna.  Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór sem er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt  verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína.  Svo er það Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana.

Þá á eftir að ljúka við árhring dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg en þeir verða alls 72 talsins.

Heimskautsgerðið er hugsjónarverk en mesti hluti fjármagns kemur úr framkvæmdarsjóði ferðamannastaða og úr svæðisbundnum þróunarsjóðum, ásamt framlagi annarra aðstandenda.

Markmiðið er að taka hvern áfanga fyrir sig en framvindan byggir á því fjármagni sem stjórnin hefur hverju sinni. Síðustu ár hefur áhersla verið á aðkomu en þann 5. okt. sl. var göngubrúin Bifröst vígð. Ekki gleyma að skrifa í gestabókina, hún er í stálkassa við miðja brúna, sem fékkst að gjöf frá Blikkrás ehf. á Akureyri.